Helmingur starfsmanna orðið fyrir ofbeldi í starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:38 Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira