Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 15:35 Aðdáendur Pokémon Go önnum kafnir við að leita að nýjum fígúrum. Vísir/EPA Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017 Pokemon Go Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017
Pokemon Go Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira