Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24
Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36