Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hér á landi hafa verið um 600 sprautufíklar síðustu ár. Vísir/Anton Brink Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Sjá meira
Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30