Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 29. júlí 2017 13:13 Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. vísir/jóhann k. jóhannsson Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar. Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar.
Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36