Conor var með blaðamannafund í höllinni og þá birtist óvænt Floyd Mayweather eldri og fór að rífa kjaft við Conor. Sagðist einnig vilja fá bardaga við Írann svo hann gæti lamið hann.
Conor hafði gaman af öllu saman og sagði son hans hafa orðið gráðugan. Hann muni sjá eftir öllu saman er hann fellur í svefn á striganum.
Uppákoman er stórkostleg eins og sjá má hér að neðan.