Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:01 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar. Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar.
Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16