Snjalltæki frá vinnuveitanda hugsanlega orðin meiri kvöð heldur en umbun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 21:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir nauðsynlegt að ræða um notkun snjalltækja, sem starfsmenn fá frá vinnuveitanda, utan vinnutíma. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“ Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“
Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira