Farið að bera á mjög legnum laxi á Vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2017 11:00 Þessi grútlegni lax veiddist 19. júlí 2016 í veiðistaðnum Campari í Langá Mynd: KL Það eru aðeins fjórir dagar frá því að það var stórstraumur og með honum koma silfurslegnir laxar í árnar en þeir eru það sem flestir veiðimenn vilja komast í. Nýrunninn lax er fullur orku og berst vel en það er einmitt uppistaðan í laxveiðinni á þessum árstíma en þó má finna laxa sem hafa greinilega komið snemma og eru búnir að fella sjóhreistrið og komnir með þennan fallega fjólubláa gljáa. Það sem aftur ó móti stingur aðeins í stúf á þessum tímapunkti á tímabilinu eru fréttir af mjög legnum löxum og þá sérstaklega í ánum á vesturlandi. Þetta var til að mynda mjög áberandi í fyrra. Veiðimenn tala um að þetta sé svipað og í fyrra þegar það sáust og veiddust legnir laxar á efstu svæðum ánna um miðjan júlí. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir dæmigerðan lit sem haustlaxinn bregður sér í, oftast um lok ágúst og byrjun september. Þessi mynd er tekin í fyrrasumar við veiðistaðinn Campari í Langá þann 19. júlí. Þessi lax gæti hafa gengið inn í lok maí eða jafnvel aðeins fyrr. Eftir að hafa grennslast fyrir um þetta hjá reyndum veiðimönnum eru þeir sammála um að það virðist vera nokkur aukning í að sjá þessa laxa svona vel legna í byrjun júlí en hvers vegna þeir mæta svona snemma virðast ekki vera nein svör við því. Þetta virðast allt vera stórir hængar og þeir fara líklega hratt upp árnar þegar þeir mæta. Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði
Það eru aðeins fjórir dagar frá því að það var stórstraumur og með honum koma silfurslegnir laxar í árnar en þeir eru það sem flestir veiðimenn vilja komast í. Nýrunninn lax er fullur orku og berst vel en það er einmitt uppistaðan í laxveiðinni á þessum árstíma en þó má finna laxa sem hafa greinilega komið snemma og eru búnir að fella sjóhreistrið og komnir með þennan fallega fjólubláa gljáa. Það sem aftur ó móti stingur aðeins í stúf á þessum tímapunkti á tímabilinu eru fréttir af mjög legnum löxum og þá sérstaklega í ánum á vesturlandi. Þetta var til að mynda mjög áberandi í fyrra. Veiðimenn tala um að þetta sé svipað og í fyrra þegar það sáust og veiddust legnir laxar á efstu svæðum ánna um miðjan júlí. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir dæmigerðan lit sem haustlaxinn bregður sér í, oftast um lok ágúst og byrjun september. Þessi mynd er tekin í fyrrasumar við veiðistaðinn Campari í Langá þann 19. júlí. Þessi lax gæti hafa gengið inn í lok maí eða jafnvel aðeins fyrr. Eftir að hafa grennslast fyrir um þetta hjá reyndum veiðimönnum eru þeir sammála um að það virðist vera nokkur aukning í að sjá þessa laxa svona vel legna í byrjun júlí en hvers vegna þeir mæta svona snemma virðast ekki vera nein svör við því. Þetta virðast allt vera stórir hængar og þeir fara líklega hratt upp árnar þegar þeir mæta.
Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði