Eldar veislumat fyrir stelpurnar okkar og mundi eftir smjörinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2017 06:00 Hinrik Ingi Guðbjargarson með fjölskyldunni í grasagarðinum í Laugardal í gær áður en þau héldu utan í morgun. Vísir/Stefán „Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
„Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira