Eldar veislumat fyrir stelpurnar okkar og mundi eftir smjörinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2017 06:00 Hinrik Ingi Guðbjargarson með fjölskyldunni í grasagarðinum í Laugardal í gær áður en þau héldu utan í morgun. Vísir/Stefán „Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Sjá meira
„Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Sjá meira