109 sm lax sá stærsti í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2017 13:43 Stefán með laxinn sem var mældur 109 sm. Mynd: Laxá Nesi FB Veiðisvæðið sem er kennt við Nes í Laxá í Aðaldal er líklega það svæði sem gefur flesta laxa á hverju sumri yfir 100 sm og það er lítil breyting þar á í sumar. Í fyrradag var landað laxi úr Vitaðsgjafa sem er sá stærsti sem við vitum af í sumar, ekki bara sá stærsti af Nessvæðinu heldur sá stærsti á landinu í sumar. Það var Stefán Stefánsson sem landaði þessum laxi á Sunray og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og vel haldinn stórlax af þessu rómaða svæði. Þar með bætist í 20 punda klúbbinn á Nesi en í viðurkenningarskyni eru veiðimenn sæmdir orðum við inntöku í þennan skemmtilega klúbb. Það ber annars mikið á stórum löxum á svæðinu og nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig sem fullyrt er að sæki vel á þennan 109 sm en það verður þó ekki úr því skorið fyrr en þessir höfðingjar taka fluguna og verða rétt mældir við bakkann. Besti tíminn fyrir stóru hængana er yfirleitt á haustinn og það verður þess vegna spennandi að sjá hvort einhver stærri lax en þessi verði dreginn í háfinn í Nesi í sumar. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Veiðisvæðið sem er kennt við Nes í Laxá í Aðaldal er líklega það svæði sem gefur flesta laxa á hverju sumri yfir 100 sm og það er lítil breyting þar á í sumar. Í fyrradag var landað laxi úr Vitaðsgjafa sem er sá stærsti sem við vitum af í sumar, ekki bara sá stærsti af Nessvæðinu heldur sá stærsti á landinu í sumar. Það var Stefán Stefánsson sem landaði þessum laxi á Sunray og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og vel haldinn stórlax af þessu rómaða svæði. Þar með bætist í 20 punda klúbbinn á Nesi en í viðurkenningarskyni eru veiðimenn sæmdir orðum við inntöku í þennan skemmtilega klúbb. Það ber annars mikið á stórum löxum á svæðinu og nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig sem fullyrt er að sæki vel á þennan 109 sm en það verður þó ekki úr því skorið fyrr en þessir höfðingjar taka fluguna og verða rétt mældir við bakkann. Besti tíminn fyrir stóru hængana er yfirleitt á haustinn og það verður þess vegna spennandi að sjá hvort einhver stærri lax en þessi verði dreginn í háfinn í Nesi í sumar.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði