
Gunnar fellur um þrjú sæti á styrkleikalistanum

Gunnar tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á sunnudagskvöldið.
Ponzinibbio stekkur upp um sex sæti og í 8. sætið þar sem Gunnar var fyrir bardagann í Glasgow.
Engin breyting er á efstu fjórum sætum styrkleikalistans en Carlos Condit er kominn upp í 5. sætið.
Demian Maia vermir toppsæti listans og Stephen Thompson er í 2. sæti.
Listann í heild inni má sjá með því að smella hér.
Tengdar fréttir

Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa
Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.

Gunnar: Ég varð gráðugur
Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd
Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi.

Gunnar ekki sá fyrsti til að lenda í argentínska augnapotaranum | Myndir
Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio.

Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman
Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld.

Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin
Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow.

Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið
Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið.

Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband
Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum.

Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin
Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio.

Ponzinibbio rotaði Gunnar
Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.

„Gunnar Nelson er harður gaur“
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld.

Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars.