Innlent

Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði.
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, í samtali við Vísi en gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu langt varðhald verður farið fram á en telur líklegt að það verði fjórar

Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 8. júní, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að manndrápinu, fjögur þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku en sá fimmti var í haldi lögreglu í tæpar fjórar vikur.

Grímur segir að rannsókn lögreglu sé raunverulega lokið; rannsakendur eigi aðeins eftir að fá send allra síðustu gögn málsins og svo verði það sent áfram til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu. Grímur segist eiga von á þessum gögnum á næstu dögum eða vikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×