Íslendingar flýja regnið Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 06:00 Íslendingar fara helst til Tenerife þegar skúrir eru hér á landi. vísir/epa „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira