10,4% aukning í bílasölu í júní Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2017 11:03 Bílaumferð í Reykjavík. Í júnímánuði varð 10,4% aukning í sölu nýrra bíla samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru skráðir 3.142 nýir fólksbílar í júní. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 30. júní sl. hefur aukist um tæp 13% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 13.679 bílar á móti 12.115 bílum á árinu 2016, eða aukning um 1.564 bíla. Bílaleigubílar eru enn sem fyrr stór hluti af nýskráðum bílum, eða rétt rúmur helmingur af öllu nýskráningum fólksbíla fyrstu 6 mánuði ársins. Hins vegar hefur verið mikil aukning í sölu til einstaklina og fyrirtækja sem verið hafa að skipta út gömlum úr sér gengnum bílum fyrir nýrri. Má búast við að hlutfall milli skráðra fólksbíla til bílaleiga og einstaklinga eigi eftir að breytast á seinni helming ársins þar sem nú er búið að skrá flesta þá bíla sem fara í bílaleigu. Liðlega 47% af nýskráðum bílum á fyrri helming ársins er sjálfskiptur og vinsælasti liturinn á sama tíma er hvítur. BL er með mestu markaðshlutdeildina eða um 29,1%. Í öðru sæti kemur svo Toyota með 17,3% hlutdeild en Toyota Yaris er jafnframt mest selda einstaka bílgerðin, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Í júnímánuði varð 10,4% aukning í sölu nýrra bíla samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru skráðir 3.142 nýir fólksbílar í júní. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 30. júní sl. hefur aukist um tæp 13% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 13.679 bílar á móti 12.115 bílum á árinu 2016, eða aukning um 1.564 bíla. Bílaleigubílar eru enn sem fyrr stór hluti af nýskráðum bílum, eða rétt rúmur helmingur af öllu nýskráningum fólksbíla fyrstu 6 mánuði ársins. Hins vegar hefur verið mikil aukning í sölu til einstaklina og fyrirtækja sem verið hafa að skipta út gömlum úr sér gengnum bílum fyrir nýrri. Má búast við að hlutfall milli skráðra fólksbíla til bílaleiga og einstaklinga eigi eftir að breytast á seinni helming ársins þar sem nú er búið að skrá flesta þá bíla sem fara í bílaleigu. Liðlega 47% af nýskráðum bílum á fyrri helming ársins er sjálfskiptur og vinsælasti liturinn á sama tíma er hvítur. BL er með mestu markaðshlutdeildina eða um 29,1%. Í öðru sæti kemur svo Toyota með 17,3% hlutdeild en Toyota Yaris er jafnframt mest selda einstaka bílgerðin, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent