Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 13:30 Í meiningarmun Hafdísar og Tómasar kristallast átakalínur þar sem náttúruverndarsjónarsjónarmiðum og byggðastefnu er stillt upp sem andstæðum. Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“