Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 13:30 Í meiningarmun Hafdísar og Tómasar kristallast átakalínur þar sem náttúruverndarsjónarsjónarmiðum og byggðastefnu er stillt upp sem andstæðum. Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira