Fyrrverandi stjórnarmeðlimir Blindrafélagsins dæmdir fyrir meiðyrði Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 3. júlí 2017 14:02 Bergvin Oddsson var sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask. Hann fór með málið fyrir dómstóla og krafðist þess að ummælin yrðu merkt dauð og ómerk. vísir/stefán Meðlimir í stjórn Blindrafélagsins, á árunum 2015-2016, hafa verið dæmdir til að greiða fyrrverandi formanni stjórnarinnar, Bergvini Oddssyni, miskabætur að upphæð 900 þúsund krónur ásamt vöxtum, fyrir hluta ummæla sem birtust á heimasíðu félagsins blind.is í september 2015. Bergvin var þar sakaður um að hafa „vélað ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengd.“ Þeim var einnig gert að greiða málskostnað. Stjórnarmeðlimir voru þá sýknaður af kröfu um miskabætur um seinni hluta ummælanna sem sökuðu Björgvin um að misnota vald sitt og brjóta á trausti félagsmannsins. Hann hafi þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Neitað um andmælarétt Bergvin kærði þessi ummæli stjórnarinnar og sakaði þau um ærumeiðandi orð í sinn garð. Hann taldi ummælin eiga sér enga stoð í raunveruleikanum enda hafi félagsmaðurinn sem um ræðir verið lögráða, sjálfráða og fjárráða þegar hann hafi ákveðið að stofna til fyrirtækisins af fúsum og frjálsum vilja ásamt Bergvini og föður hans. Móðir félagsmannsins hafi einnig vottað skjöl á umboðum. Bergvin taldi að stjórnin hafi aðeins viljað koma höggi á sig og jafnframt neitað honum andmælaréttar í málinu. Meðlimir stjórnarinnar báru það fyrir sig að ummælin hafi ekki verið sett fram sem sjálfstæð yfirlýsing. Um ákvörðun hafi verið að ræða til að útskýra málsatvik fyrir félagsmönnum. Ekki sé hægt að krefjast þess að ákvörðun sé gerð ómerk án þess að ákvörðunin sé talin ólögmæt.Fóru offari Sannleiksnefnd, skipuð utanaðkomandi aðilum, var sett á laggirnar í kjölfar yfirlýsingar stjórnarinnar, til að fara yfir málið og meta gögn sem ollu því að Bergvini var vísað úr stjórninni. Niðurstaða Sannleiksnefndarinnar var sú að stjórn Blindrafélagsins hefði farið offari með framgöngu sinni. Þá hafi Bergvini og félagsmanninum ekki verið skylt að upplýsa stjórnina um viðskiptasamning sín á milli. Einnig segir að tilkynning sem birtist inn á síðu blind.is og sakaði Bergvin um trúnaðarbrot í starfi hafi verið orðuð harkalega. „Svo virtist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa stefnanda almennilegt tækifæri til þess að útskýra sína hlið eða að undirbúa sig fyrir fundinn 22. september 2015,“ segir í tilvitnun dómsins í skýrslu nefndarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Meðlimir í stjórn Blindrafélagsins, á árunum 2015-2016, hafa verið dæmdir til að greiða fyrrverandi formanni stjórnarinnar, Bergvini Oddssyni, miskabætur að upphæð 900 þúsund krónur ásamt vöxtum, fyrir hluta ummæla sem birtust á heimasíðu félagsins blind.is í september 2015. Bergvin var þar sakaður um að hafa „vélað ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengd.“ Þeim var einnig gert að greiða málskostnað. Stjórnarmeðlimir voru þá sýknaður af kröfu um miskabætur um seinni hluta ummælanna sem sökuðu Björgvin um að misnota vald sitt og brjóta á trausti félagsmannsins. Hann hafi þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Neitað um andmælarétt Bergvin kærði þessi ummæli stjórnarinnar og sakaði þau um ærumeiðandi orð í sinn garð. Hann taldi ummælin eiga sér enga stoð í raunveruleikanum enda hafi félagsmaðurinn sem um ræðir verið lögráða, sjálfráða og fjárráða þegar hann hafi ákveðið að stofna til fyrirtækisins af fúsum og frjálsum vilja ásamt Bergvini og föður hans. Móðir félagsmannsins hafi einnig vottað skjöl á umboðum. Bergvin taldi að stjórnin hafi aðeins viljað koma höggi á sig og jafnframt neitað honum andmælaréttar í málinu. Meðlimir stjórnarinnar báru það fyrir sig að ummælin hafi ekki verið sett fram sem sjálfstæð yfirlýsing. Um ákvörðun hafi verið að ræða til að útskýra málsatvik fyrir félagsmönnum. Ekki sé hægt að krefjast þess að ákvörðun sé gerð ómerk án þess að ákvörðunin sé talin ólögmæt.Fóru offari Sannleiksnefnd, skipuð utanaðkomandi aðilum, var sett á laggirnar í kjölfar yfirlýsingar stjórnarinnar, til að fara yfir málið og meta gögn sem ollu því að Bergvini var vísað úr stjórninni. Niðurstaða Sannleiksnefndarinnar var sú að stjórn Blindrafélagsins hefði farið offari með framgöngu sinni. Þá hafi Bergvini og félagsmanninum ekki verið skylt að upplýsa stjórnina um viðskiptasamning sín á milli. Einnig segir að tilkynning sem birtist inn á síðu blind.is og sakaði Bergvin um trúnaðarbrot í starfi hafi verið orðuð harkalega. „Svo virtist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa stefnanda almennilegt tækifæri til þess að útskýra sína hlið eða að undirbúa sig fyrir fundinn 22. september 2015,“ segir í tilvitnun dómsins í skýrslu nefndarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44
Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24