Þrívíddarprentaðir skór og hljómsveit í vatni Ritstjórn skrifar 4. júlí 2017 09:45 Glamour/Getty Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour
Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour