Ford færir framleiðslu Focus til Kína Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 14:44 Ford Focus framleiddur í Bandaríkjunum. Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent