Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað Sæunn Gísladóttir skrifar 5. júlí 2017 06:00 Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað vísir/pjetur Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira