Gerbreyttur nýr A-Class Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 08:58 Flottur nýr Mercedes Benz A-Class. Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent