Tvö sprotafyrirtæki auðvelda leigjendum íbúða að auka tekjurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:00 Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira