Mexíkósku stjörnurnar hjá Þór/KA flúðu fordómana í heimalandinu og fundu griðarstað á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 10:15 Stephany Mayor og Bianca Sierra eru samherjar hjá Þór/KA og mexíkóska landsliðinu. vísir/eyþór/getty Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15
Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15