Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 16:30 Árni Þór í Valstreyjunni. vísir/eyþór Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. Árni, sem er 32 ára örvhent skytta, hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin sjö ár, síðast með Aue þar sem hann lék m.a. undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtryggssonar. „Við fjölskyldan erum búin að vera lengi erlendis og langaði að flytja heim. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég kannaði hvað stæði mér til boða og þegar Valur hafði samband var ég mjög hrifinn af því sem þeir höfðu fram að færa. Mér fannst þetta mest spennandi kosturinn,“ sagði Árni eftir blaðamannafund í Valshöllinni í dag þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var einnig kynntur sem spilandi þjálfari Vals. Árni segist hafa haft úr nokkrum tilboðum að velja. „Það voru nokkur lið sem höfðu samband en það er óþarfi að nefna þau,“ sagði Árni sem er uppalinn Þórsari. En kom það ekkert til greina að fara aftur norður? „Það voru bara aðrir hlutir sem urðu ofan á í þetta skiptið. Ég heyrði í þeim en Valur varð bara ofan á,“ sagði Árni. Akureyringurinn kemur inn í afar sterkt Valslið sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að þetta verði mjög gaman. Ég tel mig geta bætt einhverju við liðið,“ sagði Árni sem spilaði síðast hér heima tímabilið 2009-10. En er hann öðruvísi leikmaður en hann var áður en hann fór út? „Já, ég tel mig vera betri og meiri alhliða leikmann en áður en ég fór út á sínum tíma,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. Árni, sem er 32 ára örvhent skytta, hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin sjö ár, síðast með Aue þar sem hann lék m.a. undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtryggssonar. „Við fjölskyldan erum búin að vera lengi erlendis og langaði að flytja heim. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég kannaði hvað stæði mér til boða og þegar Valur hafði samband var ég mjög hrifinn af því sem þeir höfðu fram að færa. Mér fannst þetta mest spennandi kosturinn,“ sagði Árni eftir blaðamannafund í Valshöllinni í dag þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var einnig kynntur sem spilandi þjálfari Vals. Árni segist hafa haft úr nokkrum tilboðum að velja. „Það voru nokkur lið sem höfðu samband en það er óþarfi að nefna þau,“ sagði Árni sem er uppalinn Þórsari. En kom það ekkert til greina að fara aftur norður? „Það voru bara aðrir hlutir sem urðu ofan á í þetta skiptið. Ég heyrði í þeim en Valur varð bara ofan á,“ sagði Árni. Akureyringurinn kemur inn í afar sterkt Valslið sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að þetta verði mjög gaman. Ég tel mig geta bætt einhverju við liðið,“ sagði Árni sem spilaði síðast hér heima tímabilið 2009-10. En er hann öðruvísi leikmaður en hann var áður en hann fór út? „Já, ég tel mig vera betri og meiri alhliða leikmann en áður en ég fór út á sínum tíma,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45
Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58