Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu að mati hæfisnefndar út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda