Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2017 13:57 Eins og öll miðvikudagskvöld birti Landssamband Stangveiðifélaga nýjar vikutölur úr laxveiðiánum í gærkvöldi. Veiðin virðist ganga vel eins og sést þegar rýnt er í tölurnar þó þær séu ekki eins og á sumrinu 2015 en þess ber að geta að það sumar var auðvitað einstakt hvað laxgengd varðar. Það er þó engin að kvarta enda virðist árið vera um eða aðeins yfir meðaltali síðustu 10 ára. Þverá og Kjarrá eru eftar á listanum með 248 laxa á land og samkvæmt tölfræðinni er þetta svipuð veiði og í fyrra en árnar eru með 656 laxa samtals en á sama tíma í fyrra var veiðin 721 lax. Kannski aðeins lakari tala en það hafa fleiri dagar verið erfiðir til veiða vegna veðurs en yfir samatímabil frá opnun í fyrra. Efstu árnar þar á eftir eru svo Norðurá með 571 lax og vikuveiði upp á 184 laxa. Miðfjarðará er með 451 lax og vikuveiði uppá 180 laxa. Blanda er með 371 lax og vikuveiðin þar var 142 laxar. Í fimmta sæti er svo Ytri Rangá með 365 laxa en vikuveiðin var 215 laxar. Næsti stóri straumur er 10 júlí og veiðimenn bíða spenntir eftir því að sjá hverju hann skilar en á vesturlandi sérstaklega er þetta yfirleitt sá straumur sem skilar oftast hvað mestum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Eins og öll miðvikudagskvöld birti Landssamband Stangveiðifélaga nýjar vikutölur úr laxveiðiánum í gærkvöldi. Veiðin virðist ganga vel eins og sést þegar rýnt er í tölurnar þó þær séu ekki eins og á sumrinu 2015 en þess ber að geta að það sumar var auðvitað einstakt hvað laxgengd varðar. Það er þó engin að kvarta enda virðist árið vera um eða aðeins yfir meðaltali síðustu 10 ára. Þverá og Kjarrá eru eftar á listanum með 248 laxa á land og samkvæmt tölfræðinni er þetta svipuð veiði og í fyrra en árnar eru með 656 laxa samtals en á sama tíma í fyrra var veiðin 721 lax. Kannski aðeins lakari tala en það hafa fleiri dagar verið erfiðir til veiða vegna veðurs en yfir samatímabil frá opnun í fyrra. Efstu árnar þar á eftir eru svo Norðurá með 571 lax og vikuveiði upp á 184 laxa. Miðfjarðará er með 451 lax og vikuveiði uppá 180 laxa. Blanda er með 371 lax og vikuveiðin þar var 142 laxar. Í fimmta sæti er svo Ytri Rangá með 365 laxa en vikuveiðin var 215 laxar. Næsti stóri straumur er 10 júlí og veiðimenn bíða spenntir eftir því að sjá hverju hann skilar en á vesturlandi sérstaklega er þetta yfirleitt sá straumur sem skilar oftast hvað mestum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði