Mikilvægt skref fyrir framtíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 06:00 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365, handsala samninginn. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason. Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
„Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason.
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira