Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Gissur Sigurðsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2017 14:19 Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“ Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“
Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18