Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Gissur Sigurðsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2017 14:19 Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“ Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“
Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18