Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Gissur Sigurðsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2017 14:19 Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“ Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“
Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18