Íslendingar draga ráðherra Eystrasaltsráðsins til fyrsta fundar í fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 19:04 Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira