Volvo ætlar í slaginn við Tesla og BMW i-deildina með Polestar Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2017 10:36 Volvo S60 Polestar hefur borið merki Volvo hingað til en breyting verður á því og bílar Polestar munu eingöngu bera merki þess í framtíðinni. Volvo ætlar að taka myndarlega þátt í þróun öflugra rafmagnsbíla og keppa þar við Tesla og rafmagnsbíladeild BMW, sem ber stafinn i. Volvo ætlar að gera það með Polestar sportbíladeild sinni og mun setja á markað öfluga og hæfa sportrafmagnsbíla sem jafnast eiga við getu Tesla og BMWi bíla. Þetta er haft eftir Hakan Samuelsson forstjóra Volvo í vikunni. Volvo hefur sett Thomas Ingenlath yfir Polestar til að uppfylla þessar væntingar Volvo. Hann fór reyndar áður fyrir þeim hluta Polestar deildarinnar sem keppir við BMW M, Mercedes-AMG og Audi-Sport sportbíladeildir þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Thomas Ingenlath mun nú einbeita sér að þróun og framleiðslu rafmagnsbíla innan Polestar. Sú breyting verður á þeim bílum Polestar að þeir munu ekki lengur bera merki Volvo, heldur eingöngu Polestar. Polestar mun kynna næstu framleiðslubíla sína og stefnu í haust. Volvo keypti alla hluti í Polestar fyrirtækinu í júlí árið 2015, en fyrir það var Polestar Performance sjálfstætt fyrirtæki sem Volvo fékk til liðs við sig til að framleiða öflugar gerðir Volvo bíla. Volvo hefur unnið með Polestar frá árinu 1996 og tekið þátt í hinum ýmsu akstursíþróttum með bílum Polestar. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Volvo ætlar að taka myndarlega þátt í þróun öflugra rafmagnsbíla og keppa þar við Tesla og rafmagnsbíladeild BMW, sem ber stafinn i. Volvo ætlar að gera það með Polestar sportbíladeild sinni og mun setja á markað öfluga og hæfa sportrafmagnsbíla sem jafnast eiga við getu Tesla og BMWi bíla. Þetta er haft eftir Hakan Samuelsson forstjóra Volvo í vikunni. Volvo hefur sett Thomas Ingenlath yfir Polestar til að uppfylla þessar væntingar Volvo. Hann fór reyndar áður fyrir þeim hluta Polestar deildarinnar sem keppir við BMW M, Mercedes-AMG og Audi-Sport sportbíladeildir þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Thomas Ingenlath mun nú einbeita sér að þróun og framleiðslu rafmagnsbíla innan Polestar. Sú breyting verður á þeim bílum Polestar að þeir munu ekki lengur bera merki Volvo, heldur eingöngu Polestar. Polestar mun kynna næstu framleiðslubíla sína og stefnu í haust. Volvo keypti alla hluti í Polestar fyrirtækinu í júlí árið 2015, en fyrir það var Polestar Performance sjálfstætt fyrirtæki sem Volvo fékk til liðs við sig til að framleiða öflugar gerðir Volvo bíla. Volvo hefur unnið með Polestar frá árinu 1996 og tekið þátt í hinum ýmsu akstursíþróttum með bílum Polestar.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent