Ljúf Kanadalögregla Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2017 15:48 Kanadíski lögreglumaðurinn alsæll eftir bíltúrinn á kostagripnum Lamborghini Huracan. Það hefur löngum farið sögum af ljúfi viðmóti lögreglunnar í Kanada og það sannast eina ferðina enn hér. Lögreglumaður þar í landi sá stífmerktan Lamborghini Huracan ofurbíl renna rólega framhjá sér á meðal annarra ofurbíla, en þeir voru á leiðinni á Canada´s North Face Rally luxury sýningu. Stöðvaði lögreglumaðurinn ökumann bílsins, en þó ekki til þess að sekta hann eða hrella á nokkurn hátt heldur átti sér stað hið huggulega spjall milli ökumannsins og lögreglumannsins þar sem lögreglan hvatti ökumanninn til að bæði fara varlega og hlýta lögum í leiðinni, en njóta í leiðinni þessa gæðabíls. Svo vel fór á með þessum kumpánum að ökumaður bílsins bauð lögreglunni að prófa kostagripinn, sem hann þáði og fór í huggulega ökuferð í nágrenninu. Það væri óskandi að allir lögreglumenn heimsins hefðu eins gott viðhorf til vegfaranda og þessi kanadíski lögreglumaður, hverskonar ökutækjum sem vegfarendur aka. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá hvernig fór á með lögreglumannininum ljúfa og ökumanni Lamborghini Huracan tryllitækisins. Það áhorf bræðir hörðustu hjörtu. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Það hefur löngum farið sögum af ljúfi viðmóti lögreglunnar í Kanada og það sannast eina ferðina enn hér. Lögreglumaður þar í landi sá stífmerktan Lamborghini Huracan ofurbíl renna rólega framhjá sér á meðal annarra ofurbíla, en þeir voru á leiðinni á Canada´s North Face Rally luxury sýningu. Stöðvaði lögreglumaðurinn ökumann bílsins, en þó ekki til þess að sekta hann eða hrella á nokkurn hátt heldur átti sér stað hið huggulega spjall milli ökumannsins og lögreglumannsins þar sem lögreglan hvatti ökumanninn til að bæði fara varlega og hlýta lögum í leiðinni, en njóta í leiðinni þessa gæðabíls. Svo vel fór á með þessum kumpánum að ökumaður bílsins bauð lögreglunni að prófa kostagripinn, sem hann þáði og fór í huggulega ökuferð í nágrenninu. Það væri óskandi að allir lögreglumenn heimsins hefðu eins gott viðhorf til vegfaranda og þessi kanadíski lögreglumaður, hverskonar ökutækjum sem vegfarendur aka. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá hvernig fór á með lögreglumannininum ljúfa og ökumanni Lamborghini Huracan tryllitækisins. Það áhorf bræðir hörðustu hjörtu.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent