Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 11:29 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lýsir yfir stríði gegn skattsvikum. Vísir/Eyþór „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira