Noel ætlar ekki að leigja bílaleigubíl að þessu sinni Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 13:19 Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu. „Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54