Kia toppar áreiðanleikakönnun J.D. Power aftur 22. júní 2017 14:57 Kia Rio í reynsluakstri í Lissabon. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent