Drengur með hvítblæði ítrekað sendur heim og ranglega greindur með flensueinkenni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2017 19:32 Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum. Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira