Iceland Outfitters taka við sölu á ION í sumar og haust Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2017 10:00 98 sm urriði sem Nils Folmer landaði á ION svæðinu í fyrradag. Veiðivæðið sem er gjarnan kennt við ION á Þingvöllum hefur verið eitt gjöfulasta veiðisvæði vatnsins og líklega er þetta eitt allra besta veiðisvæði á stórurriða í heiminum. Nú hafa Iceland Outfitters og ION fishing gert með sér samkomulagt um sölu á ION svæðinu á Þingvöllum í sumar og í haust. ION svæðið er það urriðasvæði á landinu sem geymir langstærstu urriða landsins og jafnvel flesta líka. Þeir stærstu sem veiðast ná allt að 30 pundum. ION svæðið laðar að sér veiðifólk frá öllum löndum og skal engan undra því margir eru að veiða þarna stærstu fiska lífs síns. Salan á svæðið hefur verið afskaplega góð og veiðin góð flesta daga en þarna er hvort sem er engin að eltast við magn heldur drauminn að ná stórum urriða á færið því baráttan við þessi tröll sem finnast í vatninu er engu lík. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði
Veiðivæðið sem er gjarnan kennt við ION á Þingvöllum hefur verið eitt gjöfulasta veiðisvæði vatnsins og líklega er þetta eitt allra besta veiðisvæði á stórurriða í heiminum. Nú hafa Iceland Outfitters og ION fishing gert með sér samkomulagt um sölu á ION svæðinu á Þingvöllum í sumar og í haust. ION svæðið er það urriðasvæði á landinu sem geymir langstærstu urriða landsins og jafnvel flesta líka. Þeir stærstu sem veiðast ná allt að 30 pundum. ION svæðið laðar að sér veiðifólk frá öllum löndum og skal engan undra því margir eru að veiða þarna stærstu fiska lífs síns. Salan á svæðið hefur verið afskaplega góð og veiðin góð flesta daga en þarna er hvort sem er engin að eltast við magn heldur drauminn að ná stórum urriða á færið því baráttan við þessi tröll sem finnast í vatninu er engu lík.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði