Innlent

Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði

Atli Ísleifsson skrifar
Eins og sjá má hefur mikill aur skolast niður með ánni.
Eins og sjá má hefur mikill aur skolast niður með ánni. Gungör Gunnar Tamzok
Mikið vatn flæðir nú niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð en mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag.

Eins og sjá má á myndum og myndböndum sem tekin hafa verið tekin fyrir austan í dag má sjá það mikla magn sem flæðir niður.

Að neðan má sjá nokkrar myndir sem Gungör Gunnar Tamzok og Snorri Aðalsteinsson á Eskifirði birtu af svæðinu og sem og myndband Visit Eskifjörður.

Ástæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá er um þessar mundir sé að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum.



Á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 metra á sekúndu í dag og nótt. „Mikil úrkoma austantil á landinu, og síðan einnig á norðanverðum Ströndum í kvöld. Staðbundin flóð eru líkleg og aukin hætta á skriðuföllum.“

Snorri Aðalsteinsson
Myndin er tekin á Eskifirði um klukkan 20 fyrr í kvöld.Snorri Aðalsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×