Golf

Ólafía: Phil er alger snillingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía er hér lengst til vinstri með Mickelson og öðrum KPMG-kylfingum.
Ólafía er hér lengst til vinstri með Mickelson og öðrum KPMG-kylfingum. Mynd/Twitter
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir undirbýr sig nú fyrir fyrsta stórmót sitt á ferlinum en hún verður á meðal þátttakenda á KPMG PGA-meistaramótinu í kvennaflokki.

Mótið fer fram á Olympia Fields í Chicago en eins og áður hefur komið fram hitti Ólafía stórkylfinginn Phil Mickelson en bæði eru á samningi hjá KPMG, aðalstyrktaraðila mótsins.

„Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég hitti hann. Ég gerði það fyrst fyrir nokkrum vikum,“ sagði Ólafía í samtali við Vísi en hún segir að það hafi farið vel á með þeim.

„Hann er alger snillingur. Greip mig og tók utan um mig þegar við hittumst. Ég átti ekki von á því en það var skemmtilegt,“ sagði hún enn fremur.

„Það elska hann allir enda hefur hann gott lag á að skemmta fólki. Hann nær mjög vel til allra.“

Nánar verður rætt við Ólafíu í Fréttablaðinu á morgun en sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni og Stöð 2 Sport 4. Keppni hefst á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×