Innlent

Svipað veður og hefur verið

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir föstudag.
Spákort Veðurstofunnar fyrir föstudag. Vedur.is
Svipað veður verður í dag og hefur verið með hægri suðvestlægri átt og stöku skúrum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þá segir að búast megi við suðlægari átt á morgun, en austlægari norðantil og norðaustlægri annað kvöld. Hiti breytist þó lítið.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir, einkum vestantil. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast SA-lands í dag en á Austurlandi á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag:

Norðlæg átt 5-10, en hægari vestlæg eða breytileg átt sunnan heiða. Skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 8 til 15 stig, mildast á S-landi.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Suðlæg átt 3-8, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Fremur hæg norðlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en bjart að mestu sunnantil. Milt í veðri, einkum á SV-horninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×