,,Strandarvika" Vogue stendur nú yfir og heimsækja þeir nokkrar strendur í heiminum til að fjalla um. Ljósmyndarinn Chantal Anderson fór og heimsótti Seyðisfjörð og tók myndir af sjósundsliðinu þar, sem virðist geyma ansi hraustar og öflugar konur.
Þegar orðið strönd kemur upp fer maður ósjálfrátt að hugsa um sólarstrendur og mikinn hita. En okkar strendur eru aðeins öðruvísi, og skemmtilegt finnst okkur að sjá Vogue taka fallega landið okkar fyrir.
Smelltu hér til að sjá umfjöllunina í heild sinni.
Myndir: Chantal Anderson fyrir Vogue
Glamour