Eldri borgarar bíða í allt að ár eftir að komast að í dagvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2017 23:14 Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira