Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 08:15 Guðmundur var einn og yfirgefinn eftir vonbrigðin á HM í janúar. Í kjölfarið hætti hann með landsliðið. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30