Það eru sögur í þessum verkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:15 Ég er kominn heim í bili og kann því vel, segir Þrándur sem hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðustu ár. Vísir/Eyþór „Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira