Toyota á ráspól í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 09:28 Það verða tveir Toyota bílar fremstir í ræsingunni í Le Mans um helgina. Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent