4 milljónir Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 12:24 Bíl númer 4.000.000 af Skoda Fabia fagnað í Tékklandi. Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent