Bílasala í Evrópu jókst um 7,7% í maí Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 16:20 Bílaumferð í Barcelona á Spáni. Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent