Innlent

Ágætis veður sunnan-og vestanlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spurning hvort það verði nægilega hlýtt í höfuðborginni í dag til að borða úti.
Það er spurning hvort það verði nægilega hlýtt í höfuðborginni í dag til að borða úti. vísir/eyþór
Það verður ágætis veður á sunnan-og vestanverðu landinu í dag ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður frekar þungbúið og svalt veður fyrir norðan og austan en á morgun verður svo nokkuð öflug lægð á Grænlandshafi sem mun valda rigninu og hvassvirði sunna-og vestan lands.

Það verður hins vegar úrkomuminna á Norður-og Austurlandi auk þess em þar mun hlýna. Þá verður áfram suðlæg átt á miðvikudag með bjartasta og hlýjasta veðrinu fyrir norðan en skýjað og væta á köflum syðra.

Veðurhorfur næstu daga:

Norðvestan 5-13 m/s, NA-til, hvassast við ströndina, en annars hægari N-læg átt. Lengst af þungbúið og dálítil væta NA-til, en léttir til um S- og V-vert landið. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast S-lands.

Gengur í suðaustan 8-15 með rigning í nótt, fyrst SV-til, en mun hægari og þurrt A-til fram undir hádegi. Minnkandi úrkoma seint á morgun en bætir í vind, einkum um V-til, hvassast á N-verðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast nyrðra.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-15, hvassast SV-til framan af degi. Rigning S- og V-lands, en þurrt að kalla norðan heiða fram til kvölds. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.

Á fimmtudag:

Fremur hæg suðlæg átt og skúrir, einkum síðdegis, en austlæg átt 8-15 við norðurströndina og rigning. Hiti 8 til 15 stig, mildast NA-til.

Á föstudag:

Vaxandi norðaustlæg átt og rigning N- og A-til, en annars stöku skúrir. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast S-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×