Sean Spicer sagður eiga von á nýrri stöðu innan Hvíta hússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:25 Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi.
Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47