Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira